fös 17. mars 2017 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Hörður geymdur á bekknum í stórsigri
Hörður Björgvin fékk ekki að spila í kvöld.
Hörður Björgvin fékk ekki að spila í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Tveir leikir voru spilaðir í Championship-deildinni í kvöld. Lið Harðar Björgvins Magnússonar, Bristol City, vann stórsigur á Huddersfield.

Hörður þurfti að gera sér það að góðu að vera allan tímann á bekknum. Hann hefur ekki fengið að spila mikið að undanförnu, en hann er í landsliðshópi Íslands sem mætir Kosóvó í næstu viku.

Bristol City er í fallbaráttu, en þeim tókst að vinna í kvöld og það með stæl. Þeir mættu Huddersfield, sem er í baráttu um að koma sér upp, og unnu stórsigur.

Lee Tomlin, Tammy Abraham, Aden Flint og David Cotterill voru allir á skotskónum í 4-0 sigri sem fleytti Bristol upp úr fallsæti.

Í hinum leikunm sem var einnig spilaður í kvöld vann Reading útisigur á Sheffield Wednesday. Bæði lið eru í umspilssæti.

Sheffield Wed 0 - 2 Reading
0-1 Yann Kermorgant ('13 )
0-2 Adrian Popa ('90 )


Bristol City 4 - 0 Huddersfield
1-0 Lee Tomlin ('30 )
2-0 Tammy Abraham ('45 )
3-0 Aden Flint ('79 )
4-0 David Cotterill ('83 , víti)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner