Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 17. mars 2017 15:13
Magnús Már Einarsson
Heimir: Sigur býr til frábæran leik í júní
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hafa sjaldan verið jafnmikil forföll hjá lykilmönnum og núna. Þetta var púsluspil en samt svolítið skemmtilegt," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net eftir að hann tilkynnti hópinn fyrir komandi leiki gegn Kosovó og Írlandi.

Fimm leikmenn sem voru í EM hópnum í fyrra eru fjarverandi að þessu sinni.

„Við getum ekki ætlast til þess að það séu allir alltaf heilir. Það er fullkominn heimur sem við lifum ekki í. Þetta eru samt óvenju margir á svipuðum tíma og óvenju margir í sömu stöðum. Það eru til dæmis þrír vængmenn fjarverandi sem hafa verið lykilmenn en þetta gefur öðrum tækifæri og vonandi nýta þeir sér það," sagði Heimir en hann segist vera með drög að byrjunarliðinu.

„Við förum alltaf af stað með eitthvað byrjunarlið í huga og svo kannski breytist það þegar við skoðum leikmennina. Í einhverjum stöðum er við kannski að hugsa tvo eða þrjá leikmenn. Við erum alltaf með eitthvað lið í huga þegar við leggjum af stað."

Heimir segir gríðarlega mikilvægt að vinna leikinn gegn Kosóvó og ná þannig að búa til toppslag gegn Króatíu á Laugardalsvelli í júní.

„Sigur býr til frábæran leik í júní og það er það sem við stefnum að. Það er ekki katastrófa en það yrði slæmt að ná ekki þremur stigum," sagði Heimir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner