Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 17. mars 2017 14:34
Elvar Geir Magnússon
Helgi Kolviðs: Getum því miður ekki pakkað mönnum í bómull núna
Icelandair
Helgi Kolviðsson léttur á landsliðsæfingu.
Helgi Kolviðsson léttur á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Langt er síðan eins mikil forföll hafa verið í íslenska landsliðshópnum eins og eru núna fyrir leikinn gegn Kosóvó. Helgi Kolviðsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir að það hafi verið sérstök spenna að fylgjast með leikmönnum í aðdraganda verkefnisins.

„Þetta hefur verið spennandi undanfarnar vikur. Við höfum skipt strákunum á milli okkar og horft á marga leiki auk þess að vera að greina andstæðinginana. Við höfum horft á mikið og verið að bera saman bækur," segir Helgi.

„Maður er kannski að horfa á leik og svo fer leikmaður af velli í fyrri hálfleik en maður veit ekkert hvað gerðist eða hvort þetta sé alvarlegt. Ég sá Arnór Ingva fara út af eftir hálftíma og Rúrik eftir sautján mínútur og maður reyndi að lesa í hvað væri að gerast. Það er oft mikil óvissa og maður þarf að bíða eftir að sjá hvað gerist."

Það er meiri spenna framundan því landsliðsþjálfararnir, og íslenskir fótboltaáhugamenn, þurfa að krossleggja fingur og vona að það komi ekki upp meiðsli um helgina þegar strákarnir í hópnum leika síðustu leiki sína fyrir landsliðsverkefnið.

„Því miður getum við ekki pakkað leikmönnum inn í bómull núna og tekið þá beint inn. Það er heil helgi eftir og það getur allt gerst. Við verðum bara að vera undirbúnir og fylgjumst með öllu," segir Helgi.

Kosóvó er neðst í riðlinum og íslenska liðið fer ekki leynt með að stefna og markmið þess er að enda í tveimur af efstu sætum riðilsins. Þó þjálfurum sé illa við orðið „skyldusigur" hljótum við að gera kröfu á að vinna leikinn eftir viku?

„Við gerum það fyrir hvern einasta leik. Það er alltaf okkar stefna að vinna. Við vitum að þetta verður erfiður leikur en við ætlum okkur að vinna hann og munum gera okkar besta til þess," segir Helgi sem ræðir nánar um andstæðingana og fleiri hluti í viðtalinu í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner