Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. mars 2017 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn C-deild: ÍH og Elliði unnu - Fjölnir með fullt hús
ÍH skoraði fimm.
ÍH skoraði fimm.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fjölnir lagði Þrótt R. sannfærandi.
Fjölnir lagði Þrótt R. sannfærandi.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Nú er öllum leikjum kvöldsins í C-deild Lengjubikarsins lokið. Leikirnir voru í Riðli 3 í Lengjubikar karla og í Riðli 2 í Lengjubikar kvenna.

ÍH eru taplaust eftir tvo leiki. Þeir mættu KB á Leiknisvellinum í kvöld og unnu þar frekar sannfærandi.

Magnús Stefánsson kom ÍH í 2-0 og Andri Magnússon bætti við marki fyrir leikhlé. KB náði að minnka muninn tvisvar, en að lokum fór svo að ÍH vann 5-2 í þessum leik.

Í þessum sama riðli hafði Elliði sigur úr býtum gegn Kóngunum. ÍH og Elliði eru bæði með fjögur stig, en KB og Kóngarnir eru án stiga.

Í C-deild Lengjubikars kvenna lagði Fjölnir, Þrótt R. í Egilshöll. Ásta Sigrún Friðriksdóttir skoraði tvisvar og Harpa Lind Guðnadóttir gerði eitt mark fyrir Fjölni, sem er með fullt hús eftir þrjá leiki.

Lengjubikarinn - C-deild karla, Riðill 3
ÍH 5 - 2 KB
1-0 Magnús Stefánsson ('14 )
2-0 Magnús Stefánsson ('26, víti )
3-0 Andri Magnússon ('42 )
3-1 Kristján Hermann Þorkelsson ('50 )
4-1 Andri Magnússon ('73 )
4-2 Praveen Gurung ('89 )
5-2 Alex Birgir Gíslason ('90 )

Elliði 3 - 0 Kóngarnir

Lengjubikarinn - C-deild kvenna, Riðill 2
Þróttur R. 1 - 3 Fjölnir
0-1 Ásta Sigrún Friðriksdóttir ('20 )
0-2 Harpa Lind Guðnadóttir ('40 )
0-3 Ásta Sigrún Friðriksdóttir ('75 , víti )
1-3 Markaskorara vantar ('85 )

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner