Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. mars 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Memphis: Ég var ekki nógu góður fyrir Mourinho
Memphis hefur farið vel af stað í Frakklandi.
Memphis hefur farið vel af stað í Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay, leikmaður Lyon í Frakklandi, hefur sent létta pillu á fyrrum knattspyrnustjóra sinn hjá Manchester United, Jose Mourinho.

Þessi 23 ára gamli kantmaður var seldur frá Man Utd til Lyon í janúar, en hann hefur farið vel af stað í Frakklandi eftir erfiðan tíma í Manchester-borg.

Memphis náði ekki að standast þær væntingar sem bornar voru til hans hjá United, en hjá Lyon hefur hann skorað fimm mörk í fyrstu níu leikjum sínum.

„Ég skildi ekki Mourinho," sagði Memphis við beIN SPORTS, en Memphis var fallinn ansi neðarlega í goggunarröðina hjá Mourinho undir lokin.

„Ég var bara ekki nógu góður fyrir hann. Það er allt í lagi. Ég sýni gæði mín hér," sagði hinn hollenski Depay.
Athugasemdir
banner
banner