Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. mars 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stoke að ganga frá kaupum á Martins Indi
Martins Indi verður væntanlega áfram í herbúðum Stoke.
Martins Indi verður væntanlega áfram í herbúðum Stoke.
Mynd: Getty Images
Stoke, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni, hefur komist að samkomulagi við Porto um kaupverð á varnarmanninum Bruno Martins Indi. Frá þessu er greint í frétt Sky Sports.

Martins Indi er í láni hjá Stoke og hefur leikið 27 leiki í öllum keppnum fyrir liðið á þessu tímabili.

Mark Hughes, stjóri Stoke, hefur verið ánægður með frammistöðu varnarmannsins og segir að það sé stutt í að samkomulag náist við leikmanninn um samning.

„Það er komið upp samkomulag varðandi kaupverð," sagði Hughes. „Núna snýst þetta bara um að Bruno skilji hvert við erum að fara og hver metnaður okkar er og vonandi vill hann vera hluti af því. Ég held að við séum mjög nálægt þessu."

„Það er von allra að þetta gangi í gegn. Hann hefur spilað ótrúlega síðan hann kom hingað. Hann hefur aðlagast fljótt og hann á skilið mikið hrós fyrir það. Ég held að við séum mjög nálægt samkomulagi."
Athugasemdir
banner
banner
banner