Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. mars 2017 19:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar Örn valinn leikmaður tímabilsins í Ísrael
Viðar Örn hefur staðið sig mjög vel í Ísrael.
Viðar Örn hefur staðið sig mjög vel í Ísrael.
Mynd: Getty Images
Íslenski sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Ísrael af lesendum fjölmiðilsins One.

Viðar Örn hefur farið á kostum með liði sínu Maccabi Tel Aviv, en hann hefur skorað 15 mörk á tímabilinu.

Um 70 þúsund manns tóku þátt í kosningunni og fékk Viðar hvorki meira né minna en 39% atkvæða.

Maccabi Tel Aviv lenti í öðru sæti ísraelsku úrvalsdeildarinnar, en framundan er úrslitakeppni.

Viðar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Kosóvó í næstu viku.
Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner