Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. mars 2018 09:00
Ingólfur Stefánsson
Alli: Það vill enginn vera kallaður svindlari
Dýfan umdeilda
Dýfan umdeilda
Mynd: Getty Images
Dele Alli miðjumaður Tottenham hefur sagt að enginn vilji vera stimplaður svindlari eftir ásakanir um að hann hafi látið sig detta til að fiska vítaspyrnu í sigrinum gegn Crystal Palace í síðasta mánuði.

Alli vildi oftar en einu sinni fá vítaspyrnu í leiknum en Kevin Friend dómari leiksins dæmdi ekkert.

Alli hefur tvisvar sinnum á leiktíðinni verið spjaldaður fyrir dýfur í leikjum gegn Huddersfield og Liverpool en enski landsliðsmaðurinn segir að hann reyni ekki viljandi að blekkja dómara.


„Ég hleyp oft inn í vítateig og í kringum vítateiginn, ég er sóknarsinnaður leikmaður og það er oft brotið á mér."

„Það fallega við fótboltann er að allir eru með sínar skoðanir. Þær skoðanir sem skipta mig máli eru fjölskyldunnar minnar og þjálfara minna."

„Þetta er öðruvísi þegar þú ert inni á vellinum. Atvikið á móti Palace hefur fengið mikla athygli. Ég var að hlaupa hratt og það eina sem ég hugsaði var að ég vildi ekki stíga á markmanninn."

„Þegar það er horft á svona atvik aftur og aftur geta þau litið illa út. Leikmenn mega ekki hugsa of mikið um umræðuna heldur einbeita sér að fótboltanum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner