banner
   lau 17. mars 2018 08:15
Ingólfur Stefánsson
Bandaríkin, Mexíkó og Kanada vilja halda HM
Bandaríkin gætu spilað á heimavelli á HM 2026
Bandaríkin gætu spilað á heimavelli á HM 2026
Mynd: Getty Images
Bandaríkin, Mexíkó og Kanada hafa sótt um leyfi til þess að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2026.

Marokkó vill einnig halda mótið en tilkynnt verður um mótstað þann 13 júní næstkomandi.

Carlos Cordeiro yfirmaður knattspyrnumála hjá Bandaríkjunum tilkynnti umsóknina á Twitter í gær og sagði: „Skilaboð okkar til heimsins. Með 23 heimsklassa velli og 150 æfingasvæði nú þegar byggð og í notkun þá erum við tilbúin til þess að halda mótið."

Í bréfi til FIFA segir Cordeiro: „Við trúum því að tilboð þessa þriggja þjóða sé það eina sem geti tryggt öryggið sem slíkt mót þarfnast."

Gianni Infantino forseti FIFA staðfesti að einungis Marokkó hafi sótt um að halda mótið ásamt þjóðunum þremur.




Athugasemdir
banner
banner