Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 17. mars 2018 11:00
Gunnar Logi Gylfason
Deildin er hið raunverulega próf - Ekki bikarinn
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur gert góða hluti með liðið þrátt fyrir að eiga enn eftir að vinna titil.

Tottenham er komið í 8-liða úrslit enska bikarsins og á hádegisleik gegn Swansea í Wales.

Pochettino sagði fyrir þann leik að deildin væri hið raunverulega próf fyrir öll lið - ekki bikarkeppnir þar sem heppni spilar mikið inn í þar.

„Til að vinna ensku úrvalsdeildina, La Liga, Bundesliga eða Seria A þarftu ekki bara heppni. Þú þarft að eiga skilið að vinna deildina."

„ Að vinna ensku úrvalsdeildina er öðruvísi. Ég veit ekki hvort að liðin sem vinna FA bikarinn eða deildarbikarinn séu endilega þau bestu," hélt Argentínumaðurinn áfram.

„Enska úrvalsdeildin er hið raunverulega próf því þú þarft að hafa allt liðið tilbúið í 38 leiki í 10 mánuði," sagði Mauricio Pochettino svo að lokum.

Eins og fyrr segir er hann kominn með liðið sitt í 8-liða úrslit enska bikarsins en sigurvegararnir spila á Wembley í undanúrslitum, þar sem Tottenham hefur spilað sína heimaleiki í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner