Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. mars 2018 19:19
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Þægilegur sigur Liverpool staðreynd - Salah skoraði fernu
Mynd: Getty Images
Liverpool 5-0 Watford
1-0 Mohamed Salah ('4 )
2-0 Mohamed Salah ('43 )
3-0 Roberto Firmino ('49 )
4-0 Mohamed Salah ('77 )
5-0 Mohamed Salah ('85)

Liverpool lenti ekki í neinum vandræðum gegn Watford í dag en liðin mættust í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Mohamed Salah var aðalmaðurinn í dag og hann sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik.

Roberto Firmino setti þriðja mark Liverpool í upphafi seinni hálfleiks og það var einmitt Salah sem lagði upp markið.

Salah var ekki búinn að segja sitt síðasta í markaskoruninni og hann bætti við tveimur mörkum undir lok leiks.

Salah var fyrir leikinn jafn Harry Kane yfir flest skoruð mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hann er því kominn með gott forskot á hann, Kane kominn með 24 mörk en Salah 28 mörk.

Liverpool er nú með 63 stig, tveimur stigum á eftir Man Utd sem leikur ekki deildarleik um helgina þar sem þeir eiga leik í enska bikarnum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 22 8 3 76 32 +44 74
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 33 11 12 10 52 50 +2 45
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner