Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 17. mars 2018 21:40
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enski bikarinn: Manchester United í undanúrslit
Matic skoraði og lagði upp í kvöld.
Matic skoraði og lagði upp í kvöld.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 2 - 0 Brighton
1-0 Romelu Lukaku ('37)
2-0 Nemanja Matic ('83)

Manchester United er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Brighton í snjókomunni á Old Trafford í kvöld.

Nemanja Matic sendi boltann fyrir markið á 37. mínútu þar sem Romelu Lukaku var mættur og skallaði boltann í netið, 1-0 í hálfleik.

Heimamenn bættu við öðru marki á 83. mínútu, það gerði Nemanja Matic en hann skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Ashley Young.

Manchester United komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar, Tottenham tryggði sæti sitt þar fyrr í dag með sigri á Swansea.

Það kemur svo í ljós á morgun hver hin tvö liðin verða, leikir morgun dagsins eru, Wigan - Southampton og Leicester City - Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner