lau 17. mars 2018 17:35
Magnús Már Einarsson
Hörður og Jón Daði meiddir - Óvíst með landsleikina
Icelandair
Hörður Björgvin Magnússon og Jón Daði Böðvarsson.
Hörður Björgvin Magnússon og Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Alls óvíst er hvort Hörður Björgvin Magnússon geti spilað með íslenska landsliðinu gegn Mexíkó á föstudag og gegn Perú í þarnæstu viku.

Hörður meiddist á hné í 1-0 sigri Bristol City á Ipswich í Championship deildinni í dag en hann fór af velli á 71. mínútu.

„Þetta er utanvert hné hjá Herði Magnússyni," sagði Lee Johnson stjóri Bristol eftir leik. „Við þurfum að sjá hvernig þetta verður þegar bólgan minnkar."

Hörður hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu í undanförnu leikjum. Hann tók stöðu vinstri bakvarðar á síðasta ári eftir að Ari Freyr Skúlason hafði verið bakvörður númer eitt í nokkur ár.

Jón Daði Böðvarsson var ekki með Reading gegn Norwich í Championship deildinni í dag vegna meiðsla á kálfa. Jón Daði segir á Twitter að meiðslin séu smávægileg en spurning er hvort hann verði klár gegn Mexíkó á föstudag.

Athugasemdir
banner
banner