lau 17. mars 2018 15:57
Gunnar Logi Gylfason
Lengjubikarinn: Grindavík tryggði sig áfram
Sam Hewson kom Grindvíkingum á bragðið
Sam Hewson kom Grindvíkingum á bragðið
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Grindavík 3-0 Fylkir
1-0 Sam Hewson (27')
2-0 Björn Berg Bryde (40')
2-0 Jóhann Helgi Hannesson, misnotaði víti, Grindavík (44')
3-0 René Joensen (79')

Grindavík tryggði sér efsta sæti riðils 4 í Lengjubikarnum rétt í þessu með 3-0 sigri á Fylkismönnum.

Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni.

Grindvíkingar skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik þar sem Sam Hewson skoraði það fyrra og þrettán mínútum síðar tvöfaldaði Björn Berg Bryde forystuna.

Jóhann Helgi Hannesson fékk gullið tækifæri til að auka forystu Grindvíkinga enn frekar þegar hann tók víti rétt fyrir hálfleik en misnotaði það.

René Joensen skoraði svo þriðja mark Grindvíkina á 79.mínútu og gulltryggði þar með sigurinn. Þessi úrslit þýða að Grindvíkingar vinna riðilinn og fara í undanúrslit.

Fylkismenn enda riðilinn í öðru sæti.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner