Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 17. mars 2018 19:06
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lengjubikarinn: Halldór Orri hetja FH gegn Þór
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þór 2-3 FH
0-1 Atli Viðar Björnsson ('8)
0-2 Steven Lennon, víti ('36)
1-2 Alvaro Montejo Calleja ('37)
2-2 Ingi Freyr Hilmarsson ('42)
2-3 Halldór Orri Björnsson ('92)

Það var mikið skorað þegar Þór og FH mættust í Boganum í kvöld, en í heildina voru skoruð fimm mörk.

FH-ingar náðu tveggja mark forystu en þeir Atli Viðar og Steven Lennon sáu til þess að staðan var 0-2 eftir 36. mínútur og allt stefndi í að gestirnir yrðu með forystuna þegar flautað yrði til loka fyrri hálfeiks.

En svo fór nú ekki, Alvaro Montejo Calleja minnkaði muninn stutt eftir annað mark FH og Ingi Freyr setti svo jöfnunarmarkið þegar þrjá mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, staðan 2-2 í hálfleik.

Ekki var jafn mikið skorað í seinni hálfleik en það kom þó eitt mark og það gerði Halldór Orri í uppbótartíma og tryggði FH sigurinn.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner