Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. mars 2018 16:08
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Már var líka utan hóps í mars 2016 - Fór samt á EM
Icelandair
Rúnar hefur verið að leika vel fyrir félagslið sitt, St. Gallen í Sviss. Hér er hann í vináttulandsleik gegn Katar.
Rúnar hefur verið að leika vel fyrir félagslið sitt, St. Gallen í Sviss. Hér er hann í vináttulandsleik gegn Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum nákvæmlega hvað við höfum í Rúnari Má og töldum að það væri mikilvægara að skoða aðra í þessu verkefni og það er sama með Arnór Smárason. Þeir eru ekkert út úr möguleikanum í lokahópnum þó þeir séu ekki valdir hér." sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í viðtali í gær.

Rúnar Már Sigurjónsson var ekki valinn í landsliðshópinn sem er að fara að leika tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum, gegn Mexíkó í San Francisco 23. mars og svo gegn Perú nokkrum dögum síðar.

Rúnar hefur verið á barmi þess að komast í hópinn upp á síðkastið og er í harðri baráttu um að fá flugseðil með á HM í Rússlandi.

Þess má geta að fyrir tveimur árum síðan var Rúnar heldur ekki valinn í marsverkefni landsliðsins en fór síðan með á EM í Frakklandi.

„Suma leikmenn fengum við í janúarverkefnin. Eiður Smári og Rúnar Már komust í bæði verkefnin í janúar og við töldum að það væri betra að skoða aðra leikmenn í þessi verkefni," sagði Heimir fyrir tveimur árum, fyrir leiki gegn Dönum og Grikkjum. Eiður og Rúnar voru svo valdir í lokahópinn.

Þess má geta að marshópurinn fyrir tveimur árum stóð aðeins af 24 leikmönnum en í ár er hann skipaður 29 leikmönnum. Brekkan er því líklega brattari fyrir Rúnar að þessu sinni.

Þó Rúnar hafi farið með á EM kom hann ekki við sögu á mótinu sjálfu en 14 af þeim 15 landsleikjum sem hann hefur spilað eru vináttulandsleikir. Eini mótsleikur hans var gegn Kosóvó í undankeppni HM þar sem hann kom inn á 89. mínútu.

Sjá einnig:
Hlustaðu á landsliðshringborð úr útvarpsþættinum
Athugasemdir
banner
banner
banner