Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. mars 2018 16:29
Gunnar Logi Gylfason
Þýskaland: Sextán mörk í fjórum leikjum - Enginn Alfreð
Salomon Kalou var hetja Hertha Berlin
Salomon Kalou var hetja Hertha Berlin
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng skoraði fyrsta mark sinna manna í Eintracht Frankfurt
Kevin-Prince Boateng skoraði fyrsta mark sinna manna í Eintracht Frankfurt
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir eru búnir í þýsku Bundesligunni. Augsburg spilaði án Alfreðs Finnbogasonar, sem hefur verið meiddur, þegar liðið tapaði fyrir Werder Bremen þar sem Aron Jóhannsson byrjaði útaf en kom inn á í lokin fyrir markaskorarann Ishak Belfodil.

Gestirnir í Bremen voru 0-2 yfir í hálfleik en Rani Khedira minnkaði muninn á 63. mínútu fyrir Augsburg.

Max Kruse kom forskoti gestanna aftur í tvö mörk þegar hann skoraði þriðja mark liðsins á 83. mínútu.

Werder Bremen er eftir leikinn í 12.sæti með 33 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Augsburg sem situr í 9. sæti.

Borussia Mönchengladbach tók á móti liði Hoffenheim. Leikurinn var fjörlegur og mörg mörk skoruð. Staðan var 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik kom Andrej Kramaric gestunum yfir úr víti. Á 72. mínútu jafnaði Lars Stindl en aðeins mínútu síðar kom Florian Grillitsch gestunum aftur yfir.

Heimamenn áttu þó síðasta orðið þegar Matthias Ginter jafnaði í lokin.

Hoffenheim situr í 7.sæti deildarinnar með 39 stig. Tveimur sætum og þremur stigum neðar er Borussa Mönchengladbach.

Í Frankfurt gerðu heimamenn í Eintracht Frankfurt út um sinn leik gegn Mainz í fyrri hálfleik. Staðan var 3-0 í hálfleik.

Frankfurt er eftir sigurinn í 4.sæti deildarinnar í Meistaradeildarbaráttu. Mainz er hinsvegar í fallsæti.

Í Hamburg fékk fallbaráttuliðið Hamburger SV heimsókn úr höfuðborginni þegar Hertha Berlin mætti.

Heimamenn komust yfir eftir 25 mínútur með marki frá Douglas Santos og voru yfir í hálfleik.

Gestirnir rönkuðu við sér í hálfleik og skoruðu Valentino Lazaro og Salomon Kalou sitt markið hvor.

Hamburger er í vondum málum í næst neðsta sæti deildarinnar en Hertha Berlin siglir lygnan sjó í 11.sæti deildarinnar.

Augsburg 1 - 3 Werder Bremen
0-1 Ishak Belfodil (5')
0-2 Ishak Belfodil (40')
1-2 Rani Khedira (63')
1-3 Max Kruse (83')

Borussia Mönchengladbach 3 - 3 Hoffenheim
0-1 Benjamin Huebner (13')
1-1 Josip Drmic (33')
1-2 Andrej Kramaric, víti (58')
2-2 Lars Stindl (72')
2-3 Florian Grillitsch (73')
3-3 Matthias Ginter (90')

Eintracht Frankfurt 3 - 0 Mainz 05
1-0 Kevin-Prince Boateng (6')
2-0 Luka Jovic (23')
3-0 Ante Rebic (41')

Hamburger SV 1 - 2 Hertha Berlin
1-0 Douglas Santos (25')
1-1 Valentino Lazaro (56')
1-2 Salomon Kalou (63')
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner