Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 17. mars 2018 11:30
Gunnar Logi Gylfason
Var rekinn í verksmiðju - Einum leik frá Wembley
Paul Cook rífst hér við Pep Guardiola
Paul Cook rífst hér við Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Paul Cook, knattspyrnustjóri Wigan Athletic, er kominn með lið sitt í 8-liða úrslit bikarsins þar sem lærisveinar hans munu spila gegn Southampton á morgun á heimavelli sínum, DW Stadium.

Þjálfaraferill Cook hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum, langt því frá.

Þegar Cook var 39 ára, árið 2007, var hann atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá utandeildarliði Southport eftir aðeins 25 leiki í starfi.

Formaður félagsins fékk hann til að hitta sig í verksmiðjunni sinni. Þar var Cook rekinn úr sínu fyrsta knattspyrnustjórastarfi.

Síðan þá hefur hann gert fína hluti og þar á meðal komið Chesterfield og Portsmouth upp um deildir.

Í ár er hann í baráttu með lið sitt um að komast upp í Championship-deildina, þá næst efstu á Englandi, og hefur slegið þrjú úrvalsdeildarlið úr bikarnum - Bournemouth, West Ham og verðandi Englandsmeistara Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner