Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 17. apríl 2014 15:32
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar sakaður um að hafa lekið liðinu - Neitar sök
Aron í leik gegn Manchester City.
Aron í leik gegn Manchester City.
Mynd: Getty Images
Eins og við greindum frá fyrr í dag þá sakar Cardiff starfsmann Crystal Palace um að hafa svindlað í aðdragandanum að viðureign liðanna í apríl.

Crystal Palace vann leikinn 3-0 en íþróttastjórinn Iain Moody er sagður hafa reynt að hlera upplýsingar um byrjunarlið Cardiff fyrir leikinn mikilvæga og tekist að fá þær.

Aron Einar Gunnarsson hefur verið sakaður um að hafa lekið liðinu en hefur neitað sök. Cardiff hefur tekið við útskýringum Arons samkvæmt BBC. Ekki er vitað hver á að hafa lekið liðinu en það er í rannsókn.

Crystal Palace vann Everton í gær og tryggði sæti sitt í deildinni en Cardiff er í fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti þegar liðið á fjóra leiki eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner