fim 17. apríl 2014 14:30
Daníel Freyr Jónsson
Fernandinho segir jafnteflið hafa verið stórslys
Fernandinho fagnar marki sínu í gær.
Fernandinho fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Fernandinho, leikmaður Manchester City, segir að jafntefli liðsins gegn Sunderland í gær hafi verið algjört slys.

Stigin tvö sem City varð þar af gætu reynst afar dýrkeypt fyrir liðið, en eftir leikinn er City í 3. sæti úrvalsdeildairnnar, sex stigum á eftir Liverpool sem hefur leikið einum leik meir.

,,Úrslitin voru mjög svekkjandi. Allt liðið er svekkt með úrslitin, sérstaklega eftir að við höfðum spilað eins og við gerðum," sagði Brasilíumaðurinn, sem skoraði fyrsta mark City í 2-2 jafnteflinu.

,,Úrslitin eru algjört stórslys fyrir okkur. Við byrjuðum vel, en eftir 50 mínútur misstum við stjórn á leiknum og þeir spiluðu betur en við."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner