Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. apríl 2014 17:30
Daníel Freyr Jónsson
Giroud ánægður með markaskorun sína
Olivier Giroud.
Olivier Giroud.
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud, framherji Arsenal, segist vera sáttur með þann fjölda marka sem hann hefur skorað á tímabilinu.

Giroud hefur legið undir talsverðri gagnrýni stuðningsmanna Arsenal sem margir hverjir telja hann ekki nægilega góðan til að leiða framlínu liðsins. Hann hefur þó skorað 17 mörk í vetur og vonast til að bæta frekar við í síðustu leikum tímabilsins.

,,Ég er sáttur með tölurnar mínar því þegar maður er framherji, þá horfir maður á tölurnar og einnig stoðsendingarnar," sagði franski framherjinn.

,,Þó ég sé sáttur með tölurnar þá veit ég að liðið mun þarfnast mín í síðustu deildarleikjunum og ég þarf að skora aftur og aftur."

Arsenal situr í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á undan Everton og vonast Giroud til að Manchester United geti náð stigum gegn Everton í helgina.

,,Við þurfum að vinna þessa síðustu fjóra úrslitaleiki. Ég vonast til að Everton tapi kannski gegn Man Utd um helgina. Við munum halda einbeitingu og gera það sem til þarf til að vinna okkar leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner