Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 17. apríl 2014 21:15
Alexander Freyr Tamimi
Lengjubikar kvenna: Valur vann Breiðablik
Úr leik Vals og Breiðabliks í dag.
Úr leik Vals og Breiðabliks í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Valur 4 - 2 Breiðablik
1-0 Ólína Viðarsdóttir ('34)
2-0 Svava Rós Guðmundsdóttir ('42)
3-0 Elín Metta Jensen ('60)
3-1 Hildur Sif Hauksdóttir ('72)
4-1 Elín Metta Jensen ('83)
4-2 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('90)

Einn leikur fór fram í A-deild Lengjubikars kvenna í dag, en Valur vann þægilegan 4-2 sigur gegn Breiðabliki.

Staðan var 2-0 í hálfleik og bættu Valsstúlkur við þriðja markinu þegar klukkustund var liðin.

Hildur Sif Hauksdóttir klóraði í bakkann á 72. mínútu, en rúmum tíu mínútum síðar kom Elín Metta Jensen liði Vals í 4-1.

Telma Hjaltalín Þrastardóttir minnkaði svo muninn í 4-2 í uppbótartíma en nær komst Breiðablik ekki og urðu það lokatölur.

Breiðablik er enn á toppnum með 12 stig eftir 5 leiki en Valur er í 3. sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner