Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. apríl 2014 14:51
Magnús Már Einarsson
Lengjubikarinn: KR áfram eftir sigur á Fylki
Atli Sigurjónsson skoraði fyrsta markið.
Atli Sigurjónsson skoraði fyrsta markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 3 - 1 Fylkir
1-0 Atli Sigurjónsson ('34)
2-0 Gary Martin ('39)
2-1 Gunnar Örn Jónsson ('56)
3-1 Kjartan Henry Finnbogason ('74)

KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins með 3-1 sigri á Fylki á gervigrasvelli KR í dag.

Félagarnir Atli Sigurjónsson og Gary Martin komu KR í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Á 56. mínútu leiksins náði Gunnar Örn Jónsson að minnka muninn gegn sínum gömluf félögum. Kjartan Henry Finnbogason gulltryggði sigur KR hins vegar eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

KR mætir FH í undanúrslitunum á mánudag en í hinni undanúrslita viðureigninni eigast Þór og Breiðablik.

KR: Stefán Logi Magnússon, Haukur Heiðar Hauksson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Ivar Furu, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Gonzalo Balbi, Baldur Sigurðsson, Atli Sigurjónsson, Emil Atlason, Gary Martin, Óskar Örn Hauksson.
Fylkir: Bjarni Þórður Halldórsson, Elís Rafn Börnsson, Ásgeir Eyþórsson, Ásgeir Örn Arnþórsson, Viktor Örn Guðmundsson, Tómas Joð Þorsteinsson, Daði Ólafsson, Andrew Sousa, Ragnar Bragi Sveinsson, Ryan Maduro, Gunnar Örn Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner