fim 17. apríl 2014 23:00
Alexander Freyr Tamimi
„Messi getur ekki alltaf dregið kanínu upp úr hattinum“
Messi þykir hafa átt vonbrigðatímabil.
Messi þykir hafa átt vonbrigðatímabil.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, þjálfari Athletic Bilbao, segir að ósanngjarnar kröfur séu gerðar til Lionel Messi, sóknarmanns Barcelona.

Athletic Bilbao og Barcelona mætast á sunnudag, en Messi hefur verið talsvert gagnrýndur á þessari leiktíð fyrir að ná ekki sama undraverða árangri og undanfarin ár.

,,Ég hugsa einungis um það sem Messi mun gera á sunnudag, ekki hvað hann hefur gert áður," sagði Valverde við blaðamenn.

,,Málið er að það er ætlast til að Messi dragi kanínu upp úr hattinum í hverjum leik, þegar hann er sá maður sem er langmest dekkaður. Það er erfitt."

,,Hann er ekki að spila jafn vel og áður, en hann getur valdið vandræðum í hverjum leik hvenær sem er."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner