Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. apríl 2014 20:30
Alexander Freyr Tamimi
Mynd: Magnaður viðsnúningur Palace undir stjórn Pulis
Pulis er algerlega með þetta.
Pulis er algerlega með þetta.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur fengið viðurnefnið "Crystal Pulis" eftir magnaðan viðsnúning liðsins undir stjórn Tony Pulis.

Pulis tók við Crystal Palace af Ian Holloway í nóvember 2013, en þá sat liðið sem fastast á botni úrvalsdeildarinnar með einungis 7 stig og var þeim spáð rakleitt niður aftur.

Pulis hefur hins vegar tekist að gerbreyta gengi liðsins, sem er nú svo gott sem öruggt frá falli með 40 stig.

Á sama tíma og Sunderland hefur fengið 18 stig hefur Crystal Palace fengið 33 stig og verður það að teljast ótrúlegur árangur miðað við mannskapinn.

Hér að neðan má sjá hversu frábært gengi liðsins hefur verið eftir að Pulis tók við, en einhverjir vilja meina að hann eigi skilið að vera valinn knattspyrnustjóri ársins.


Athugasemdir
banner
banner
banner