Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. apríl 2014 12:15
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Þór vann Keflavík á dramatískan hátt
Sandor Matus, markvörður Þórs.
Sandor Matus, markvörður Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Flameboypro var í Boganum í gær þar sem Þór og Keflavík áttust við í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Hér að neðan má sjá svipmyndapakka úr leiknum.

Það var dramatík í leiknum þar sem Keflavík komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. En varnarmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson fékk svo rauða spjaldið og það breytti leiknum.

Þór minnkaði muninn fyrir hálfleik og skoraði svo jöfnunarmark í uppbótartíma.

Þá var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Sandor Matus varði síðustu spyrnuna og tryggði Þórsurum sæti í undanúrslitum.

Þór mætir Breiðablik á mánudag í Boganum klukkan 16:00.



Þór 2 - 2 Keflavík
0-1 Elías Már Ómarsson ('2)
0-2 Hörður Sveinsson ('6)
1-2 Þórður Birgisson ('37)
2-2 Ármann Pétur Ævarsson (víti '91)
Rautt spjald: Halldór Kristinn Halldórsson, Keflavík ('19)
*Þór vann í vítaspyrnukeppni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner