Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 17. apríl 2014 19:00
Alexander Freyr Tamimi
Pochettino stefnir á að halda Shaw hjá Southampton
Luke Shaw hefur vakið mikla athygli á tímabilinu.
Luke Shaw hefur vakið mikla athygli á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Hinn 18 ára gamli Luke Shaw hefur heldur betur skotist upp á stjörnuhimininn á þessu tímabili og þykir hann vera einn efnilegasti bakvörður heims.

Shaw hefur verið að gera frábæra hluti hjá Southampton á þessari leiktíð og hefur hann verið orðaður við ýmis stórlið á borð við Manchester United og Chelsea.

Mauricio Pochettino, stjóri Southampton, segir þó að framtíð Shaw sé undir félaginu komin og stefnir hann á að halda leikmanninum.

,,Þetta er í fyrsta skiptið sem ég heyri þessar sögur, þetta eru fréttir fyrir mér," sagði Pochettino.

,,Þegar uppi er staðið er Luke Shaw leikmaður í eigu Southampton og félagið mun ákveða hvað framtíð hans ber í skauti sér."

,,Auðvitað verður honum sýndur áhugi, en sem stendur er hann leikmaður Southampton og það lítur út fyrir að hann verði það áfram. Leikmennirnir hérna eru ánægðir og flestir á langtímasamningum."

Athugasemdir
banner
banner