Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. apríl 2014 16:14
Magnús Már Einarsson
Róbert Örn ekki brotinn - Klár fyrir mót
Róbert Örn gengur af velli ásamt Ólafi Guðmundssyni liðsstjóra og Eiríki Þorvarðarsyni markmannsþjálfara FH í gær.
Róbert Örn gengur af velli ásamt Ólafi Guðmundssyni liðsstjóra og Eiríki Þorvarðarsyni markmannsþjálfara FH í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, verður klár í slaginn fyrir fyrsta leik liðsins í Pepsi-deildinni gegn Breiðabliki þann 4. maí.

Róbert fór meiddur af velli gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins og óttast var að hann hefði viðbeinsbrotnað.

,,Ég fór í röntgen í gær og hann óttaðist að þetta væri viðbeinsbrot. Sem betur fer fannst ekkert brot en þetta er slæm tognun," sagði Róbert við Fótbolta.net í dag.

,,Læknirinn sagði tveggja vikna fjarvera en ég er grjótharður og ætla að vera klár fyrr en það."

Hinn 42 ára gamli Kristján Finnbogason kom inn á fyrir Róbert í gær og hann verður einnig í marki FH gegn KR í undanúrslitum Lengjubikarsins á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner