Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. apríl 2014 16:10
Daníel Freyr Jónsson
Sepp Blatter á móti því að leikið sé fyrir luktum dyrum
Sepp Blatter vill ekki að leikir fari fram bak við luktar dyr.
Sepp Blatter vill ekki að leikir fari fram bak við luktar dyr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sepp Blatter, forseti FIFA, segist vera á móti því að liðum sé refsað fyrir kynþáttaníð stuðningsmanna sinna með því að skipa þeim að leika fyrir framan tóma áhorfendapalla.

Blatter segir refsinguna of mikla og vafasama. Hann telur að refsing líkt og stigafrádráttur sé meira viðeigandi þar sem slík refsing komi sér í flestum tilvikum virkilega illa fyrir viðkomandi félög.

FIFA hefur sjálft skipað landsliðum að leika fyrir luktum. Úkraína þurfti að leika fyrir luktum dyrum gegn Portúgal í undankeppni HM eftir að apahljóð og nasistasöngvar heyrðust á meðal úkraínskra stuðningsmanna.

,,Fótboltaleikir án stuðningsmanna eru eins og tónleikar án hljóðs," sagði Blatter.

,,Leikir fyrir luktum dyrum eru í reglugerð FIFA en fyrir mér er þetta mjög vafasamt verkfæri. Þetta er of mikil refsing sem allir verða fyrir sökum verknað fárra einstaklinga."

,,Þegar uppi er staðið koma leikir bak við luktar dyr sér illa við fótboltann. Þeir sem brjóta af sér eiga að fá refsinguna og fyrir mér er það klárt að félögin bera ábyrgð á slíkum fótboltabullum."
Athugasemdir
banner
banner
banner