fim 17. apríl 2014 14:44
Daníel Freyr Jónsson
Sherwood saknar Bale: Værum að berjast um titilinn með hann
Bale fagnar sigurmarki sínu í gær.
Bale fagnar sigurmarki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood.
Tim Sherwood.
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood, stjóri Tottenham, segist sjá á eftir Walesverjanum Gareth Bale sem seldur var til Real Madríd síðasta sumar.

Bale tryggði í gærkvöldi Madrídingum spænska konungsbikarinn með glæsilegu sigurmarki gegn Barcelona í úrslitaleik keppninar. Luka Modric lék einnig með Real í gær og átti góðan leik.

Sherwood er fullviss um að ef Bale væri enn innan raða félagsins, þá væri Tottenham að berjast um enska meistaratitilinn.

,,Þetta er bara það sem Gareth Bale gerir vanalega," sagði Sherwood um markið hjá Bale.

,,Við sáum þetta í fyrra: 21 mark og níu stoðsendingar. Hann skoraði sigurmark liðsins í átta leikjum."

,,Við gætum alveg notfært okkur þetta núna. Ef maður setur þessi stig sem hann náði í fyrir okkur, ofan á það sem við þegar höfum, þá værum við að berjast um titilinn."

,,Tveir bestu leikmennirnir í gær voru Bale og Luka Modric og það segir allt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner