Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. apríl 2014 16:30
Daníel Freyr Jónsson
Stutt í endurkomu Remy og Debuchy
Loic Remy.
Loic Remy.
Mynd: Getty Images
Frakkarnir Loic Remy og Mathieu Debuchy hafa hafið æfingar með Newcastle á nýjan leik og styttist í að þeir verða leikhæfir á ný.

Newcastle hefur verið í skelfilegu formi síðustu vikurnar og er ljóst að endurkoma þessara tveggja leikmanna mun styrkja liðið á lokasprettinum. Án Remy hefur Newcastle einungis tekist að skora eitt mark í síðustu sex leikjum sínum og þar af tapað síðustu fjórum.

Framherjinn Remy hefur glímt við meiðsli í kálfa undanfarið, á meðan Debuchy hefur verið meiddur í læri.

Þó er óljóst hvort að leikmennirnir nái leiknum gegn Swansea á laugardaginn en þeir ættu að ná leiknum gegn Arsenal um aðra helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner