Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. apríl 2014 11:47
Elvar Geir Magnússon
Suarez biður stuðningsmenn að halda sér rólegum
Suarez og Raheem Sterling.
Suarez og Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Liverpool er með málin í sínum höndum og getur með sigri í lokaleikjum sínum á tímabilinu tryggt sér fyrsta enska meistaratitilinn í 24 ár.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að stuðningsmenn Liverpool eiga erfitt með að halda sér á jörðinni á meðan þessi möguleiki er fyrir hendi.

„Það er eðlilegt að stuðningsmenn verði spenntir og ræði möguleikana. Þegar ég fer að versla eða út með fjölskyldunni koma að mér stuðningsmenn sem vilja tala um það við mig," segir markahrókurinn Luis Suarez.

„Ég hef sagt þeim að halda sér rólegum og hafa ekki áhyggjur. Við erum að gera okkar besta. Fyrir okkur leikmenn er líklega best að forðast svona umræður."

„Persónulega tel ég það betra fyrir mig að horfa ekki á sjónvarpið, hlusta ekki á útvarpið og lesa ekki um okkur á netinu. Ég veit alveg hver staðan er. Það yrði mjög sérstakt að vinna titilinn en við getum ekki hugsað um það ennþá."

Suarez segir að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers sé sallarólegur og gefi öllum leikmönnum sjálfstraust.

„Hann hefur trú á okkur öllum og þegar þú hefur traust stjórans er auðveldara að sýna sínar bestu hliðar," segir Suarez en Liverpool mætir Norwich á laugardag. Hér að neðan má sjá stöðuna í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner