Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 17. apríl 2014 18:36
Elvar Geir Magnússon
Þrír ungir leikmenn til Esbjerg
Ernir Bjarnason í landsleik.
Ernir Bjarnason í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ernir Bjarnason, Kristófer Viðarsson og Brynjar Óli Bjarnason eru þessa dagana úti hjá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg.

Þeir héldu út á laugardagsmorgun og verða í viku við æfingar.

Ernir og Kristófer eru fæddir árið 1997 en Brynjar Óli árið 1998. Ernir og Brynjar Óli spila með Breiðabliki en Kristófer með Leikni Fáskrúðsfirði.

Þeir eiga allir leiki að baki með U16 og U17 ára landsliði Íslands og verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað komi úr þessari vikudvöl þeirra í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner