fim 17. apríl 2014 07:30
Magnús Már Einarsson
Tony Pulis: Ferguson sagði mér að taka við Palace
Pulis með Palace derhúfuna.
Pulis með Palace derhúfuna.
Mynd: Getty Images
Tony Pulis hefur náð ótrúlegum árangri með Crystal Palace síðan hann tók við liðinu í nóvember í fyrra.

Flestir bjuggust við að Palace myndi fara beint niður á þeim tímapunkti en eftir 3-1 sigur á Everton í gær er liðið búið að ná 40 stiga markinu og situr í 11. sæti deildarinnar.

Pulis segir að flestir hafi mælt gegn því að hann myndi taka við Crystal Palace nema Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United.

,,Ég skoðaði starfið og allir sögðu að þetta væri erfitt, sagði Pulis eftir leikinn í gærkvöldi.

,,Sir Alex Ferguson og Peter Coates, fyrrum formaður minn hjá Stoke, voru þeir einu sem sögðu mér að taka starfinu. Þeir mátu þetta vel."
Athugasemdir
banner
banner