Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. apríl 2015 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona-væðingin í Stoke heldur áfram
Mark Hughes, stjóri Stoke.
Mark Hughes, stjóri Stoke.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke City á Englandi, hefur staðfest þær fregnir að Mohamed El Ouriachi sé á leið til félagsins frá Barcelona.

El Ouriachi, sem er 19 ára gamall, spilar með B-liði Barcelona en hann hefur einnig leikið fyrir yngri landslið Spánar.

Leikmaðurinn er þó farinn að hugsa sér til hreyfings en hann vill spila í efstu deild í stað þess að framlengja við Barcelona og leika með B-liðinu.

Svo virðist sem að ákveðin Barcelona-væðing sé að gerast hjá Stoke en El Ouriachi verður þriðji leikmaðurinn sem kemur frá félaginu á innan við tveimur árum. Bojan Krkic og Marc Muniesa komu einnig frá Barcelona.

,,Vonandi getum við klárað þessi mál. Við erum að reyna að styrkja U21 árs liðið okkar og við teljum að við getum fengið Mohamed til okkar," sagði Hughes.
Athugasemdir
banner
banner
banner