fös 17. apríl 2015 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Beckenbauer: Hélt að leikmenn Bayern væru á svefnlyfjum
Franz Beckenbauer
Franz Beckenbauer
Mynd: Getty Images
Franz Beckenbauer, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í knattspyrnu, spyr sig hreinlega að því hvort leikmenn Bayern München hafi tekið svefnpillur á meðan leik liðsins gegn Porto stóð í vikunni.

Bayern tapaði 3-1 fyrir Porto fyrr í vikunni í fyrri leik þessara liða í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en þýska liðið var tveimur mörkum undir á fyrstu tíu mínútunum.

Beckenbauer, sem er heiðursforseti Bayern, tjáði eftir leik að hann væri reiður yfir úrslitunum og lét hann meðal annars flakka í miðjum leik að brasilíski varnarmaðurinn, Dante, væri að spila eins Íslendingur í stígvélum.

,,Þetta var einn af þessum dögum. Allir leikmenn liðsins skiluðu ekki sínu en stundum er sagt að vinstri bakvörðurinn var slakur eða markvörðurinn gerði mistök, það var þó ekki málið þarna," sagði Beckenbauer.

,,2-0 undir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og það voru svo mörg mistök. Ég hef aldrei séð annað eins og var ég á því máli að þeir höfðu tekið svefnlyf," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner