Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. apríl 2015 15:30
Elvar Geir Magnússon
Coloccini snýr aftur
Coloccini hefur afplánað þriggja leikja bann.
Coloccini hefur afplánað þriggja leikja bann.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur verið í frjálsu falli í ensku úrvalsdeildinni en stuðningsmenn liðsins vonast til þess að endurkoma fyrirliðans hafi jákvæð áhrif.

Argentínski varnarmaðurinn Fabricio Coloccini hefur misst af þremur síðustu leikjum vegna leikbanns eftir rauða spjaldið gegn Everton. Hann hefur verið í stúkunni þegar Newcastle tapaði fyrir Arsenal, Sunderland og Liverpool.

„Það er frábært að fá Colo aftur um helgina," sagði stjórinn John Carver við heimasíðu félagsins.

„Hann er okkar fyrirliði, leiðtogi félagsins og hefur verið í langan tíma. Að hafa hann með okkur gefur öllum, leikmönnum og starfsliði, mikla upplyftingu og ég er viss um að við fáum frábæra frammistöðu frá honum."

Newcastle fær Tottenham í heimsókn á sunnudag en liðið er í þrettánda sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner