Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. apríl 2015 11:45
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Gulli Jóns: Erum með menn sem hafa töluvert að sanna
Gulli Jóns er þjálfari nýliða ÍA sem spáð er 11.sæti.
Gulli Jóns er þjálfari nýliða ÍA sem spáð er 11.sæti.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Markmið ÍA er að tryggja sæti sitt í deildinni.
Markmið ÍA er að tryggja sæti sitt í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvarðamálin á Skaganum er í góðum höndum.
Markvarðamálin á Skaganum er í góðum höndum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn taka á móti Íslandsmeisturunum í fyrstu umferð.
Skagamenn taka á móti Íslandsmeisturunum í fyrstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
,,Markmið okkar er að festa liðið í sessi í efstu deild,” segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA sem spáð er 11. sæti í Pepsi-deildinni og þar með falli.

,,Þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá ÍA undanfarin ár. Félagið í heild vill vera í efstu deild og það er okkar að tryggja það."

Marko kann eitt og annað í fótbolta
Gunnlaugur segist vera ánægður með þann hóp sem hann hefur í höndunum. Þeir hafi ávallt stefnt á það að fá 2-3 leikmenn til liðsins fyrir tímabilið og það tókst frekar snemma í ár. Gunnlaugur telur ólíklegt að það bætist einhverjir fleiri leikmenn við hópinn.

,,Í janúar vorum við búnir að klára samninga við þá leikmenn sem eru komnir. Það þarf eitthvað mikið að gerast ef við bætum við okkur fleiri leikmönnum, eins og meiriháttar áföll."

Skagamenn hafa fengið til sín fjóra leikmenn frá því að þeir tryggðu sér sæti í efstu deild. Framherjinn, Arsenij Buinickij kom frá KA og Marko Andelkovic frá rúmenska liðinu Viitorul.

,,Marko er reyndur miðjumaður frá Serbíu sem hefur komið víða við og kann eitt og annað fyrir sér í fótbolta. Sama með Arsenij sem hefur komið mjög vel inn í liðið og klárlega góður knattspyrnumaður," segir Gunnlaugur sem fékk einnig til sín Ásgeir Marteinsson frá Fram en Gunnlaugur þjálfaði hann áður hjá HK. ,,Ég þekki Ásgeir mjög vel frá HK tímanum mínum, hann er leikmaður sem getur gert það óvænta og hann mun minna á sig í sumar."

,,Við ætlum að treysta á þann kjarna sem var í liðinu sem kom liðinu upp í haust."

,,Við réðumst í ákveðnar breytingar á hópnum sem féll haustið 2013. Við losuðum okkur við útlendingana og nokkra aðra leikmenn og eftir var kjarni sem við treystum á í 1. deildinni og við fengum leikmenn til liðsins sem smellpössuðu í hópinn. Við teljum liðið vera klárt að takast á við efstu deildina og margir leikmanna hafa ýmislegt að sanna frá sumrinu 2013 auk þess sem í því eru leikenn bæði yngri og erlendir leikmenn sem verður spennandi að sjá í deild hinna bestu."

Markvarðamálin standa frábærlega
Árni Snær Ólafsson varði mark Skagamanna í 20 leikjum liðsins í 1.deildinni í fyrra. Páll Gísli Jónsson var varamarkvörður liðsins en hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur. Skagamenn fengu því til sín markvörðurinn, Martein Örn Halldórsson sem lék með Reyni S. í fyrra. Gunnlaugur segir markvarðarmálin standa mjög vel.

,,Árni Snær fékk tækifæri í 1.deildinni í fyrra og stóð sig frábærlega. Með tilkomu Gumma Hreiðars. (markmannsþjálfara) í vetur þá teljum við hann hafa tekið skref fram á við og hann er klár í þetta verkefni."

,,Páll Gísli er honum til taks og að mörgu leyti hálfgerður mentor. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli í vetur en hann er að braggast."

Mörg lið stór spurningarmerki
Gunnlaugur býst við harðri baráttu í deildinni í sumar, bæði á toppnum og botninum. Hann nefnir jafnframt að Fylkir geti gert atlögu um að halda í við KR, Stjörnuna og FH í toppbaráttunni.

,,Það gefur auga leið að þau þrjú lið sem oftast eru nefnd, KR, Stjarnan og FH verði þau lið sem berjast um titilinn. Auk þess hafa Fylkismenn náð í sterka leikmenn, leikmenn sem þekkja félagið út og inn. Það er alltaf sterkt þegar félög ná heimamönnum heim."

,,Varðandi botninn held ég að það sé stutt á milli þeirra liða. Það eru alltaf 1-2 tvö lið sem koma á óvart. Það eru nokkur lið stór spurningarmerki fyrirfram í neðri hlutanum en einnig í efri hlutanum."

Fáum vonandi þann stuðning sem við þurfum
Skagamenn hefja Pepsi-deildina með heimaleik gegn Íslandsmeisturnum í Stjörnunni. Gulli segir það vera verðugt verkefni að fá Íslandsmeistarana í heimsókn í fyrsta leik.

,,Það er klárlega mikil stemning sem fylgir Stjörnuliðinu. Þetta var einstakt tímabil hjá þeim í fyrra og okkur hlakkar til að fá þá í heimsókn og berjast við þá. Þetta er sjónvarpsleikur og mikið undir og vonandi fullt af fólki á vellinum," segir Gunnlaugur sem kallar eftir stuðningi frá Skagamönnum á leikjum liðsins í sumar.

,,Það hefur kannski í gegnum tíðina ekkert verið rosalegur stuðningur úr stúkunni þó svo að það sé yfirleitt alltaf vel mætt, bæði á heima og útileiki. Vonandi fáum við þann stuðning sem við þurfum í sumar."

Gunnlaugur vonast til að völlurinn verði orðinn klár fyrir fyrstu umferðina.

,,Við getum lítið gert í veðrinu. Eins og staðan er núna, þá lítur völlurinn ágætlega út. Þetta er spurning um að fá smá stöðugleika í þetta veður. Við ætlum að spila hérna 3. maí okkar fyrsta heimaleik," sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari nýliða ÍA að lokum.

Athugasemdir
banner
banner