Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. apríl 2015 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Nýliðinn - „Kærastan sagði mér að velja ÍA"
Ásgeir Marteins. er nýliði hjá ÍA.
Ásgeir Marteins. er nýliði hjá ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Heimasíða ÍA
Fótbolti.net hitar upp fyrir Pepsi-deildina með því að kynna liðin í þeirri röð sem þeim er spáð. Meðfram því kynnum við einn nýliða í hverju liði, leikmann sem gekk í raðir þess fyrir tímabilið.

Nafn: Ásgeir Marteinsson
Aldur: 21 árs
Staða: Sóknarmaður
Fyrri félög: HK, Fram

Hvaða væntingar hefur þú til sumarsins hjá liðinu: Að leggja okkur alla fram og sýna fólki hvers við erum megnugir.

Hvernig finnst þér búningur liðsins: Guli búningurinn hefur alltaf heillað mann lúmskt.

Í hvernig takkaskóm spilar þú: Mecurial Vapor.

Hvert er þitt helsta afrek sem knattspyrnumaður: Vera valinn efnilegastur í 2. deild og vinna 2. deildina 2013.

Hefð á leikdegi: Drekk mikið af vatni, reyni að borða vel og tek mér yfirleitt stutta lögn einhvern tímann yfir daginn.

Afhverju valdir þú að fara í ÍA: Heillaði mig mikið að fara og spila undir stjórn Gulla eftir árið mitt hjá HK með honum. Svo finnst mér ÍA vera lið sem á klárlega að vera í efstu deild og það heillar mig að geta hjálpað liðinu að festa sig í sessi þar.

Hvernig hafa fyrstu mánuðir hjá nýju liði verið: Mjög fínir myndi ég segja. Mikið af flottu fólki í kringum klúbbinn sem hefur tekið vel á móti mér.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði: Pálmi Rafn Pálmason

Hverju værir þú til í að breyta hjá félaginu: Ekkert sérstakt sem kemur þar upp.

Skilaboð til stuðningsmanna: Hvet alla Skagamenn eindregið til að mæta sem flestir á völlinn í sumar til að styðja við bakið á okkur. Munar helling um ykkar stuðning.

Ásgeir Marteinsson gekk til liðs við ÍA frá Fram í vetur. Því var skotið upp á samskiptamiðlunum á svipuðum tíma og félagsskiptin áttu sér stað að Ásgeir ætti kærustu í Skagaliðinu.

,,Það er nú ekki ástæðan fyrir því að ég valdi Skagann. Það er hinsvegar ekki slæmt að vera hjá henni. Hún var dugleg að segja mér að velja ÍA og ég þorði engu öðru en að fara eftir því," sagði Ásgeir í kímni. Gréta Stefánsdóttir, kærasta Ásgeir leikur í búning númer 8 hjá ÍA.

,,Áttan er frátekin og það er því enginn séns á að við getum verið í sömu tölunni. Annars hefði það verið mjög skemmtilegt."

Liðsfélagar Ásgeirs voru ófeimnir við að skjóta á Ásgeir fyrstu dagana.

,,Þeir voru að djóka með þetta fyrst. Það var einhver sem setti á Twitter sama dag og ég kom," sagði Ásgeir Marteins. að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner