fös 17. apríl 2015 14:45
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Nýliðinn - „Spenntur að flytja að heiman"
Aron Bjarnason er nýliði hjá ÍBV.
Aron Bjarnason er nýliði hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hitar upp fyrir Pepsi-deildina með því að kynna liðin í þeirri röð sem þeim er spáð. Meðfram því kynnum við einn nýliða í hverju liði, leikmann sem gekk í raðir þess fyrir tímabilið.

Nafn: Aron Bjarnason
Aldur: 20 ára
Staða: Sóknarmaður
Fyrri félög: Þróttur Reykjavík og Fram.

Hvaða væntingar hefur þú til sumarsins hjá liðinu: Við ætlum okkur að gera betri hluti en liðið gerði í fyrra. Það er einnig markmið okkar að spila skemmtilegan og árangursríkan fótbolta. Einnig verður mikilvægt að ná upp Eyjastemningunni umtöluðu í liðið og ég hef mikla trú á að við getum gert flotta hluti.

Hvernig finnst þér búningur liðsins: Hvíti búningurinn klikkar ekki, virkilega fallegur.

Í hvernig takkaskóm spilar þú: Ég hef verið að spila í Nike skóm, Vapor eða Hypervenom.

Hvert er þitt helsta afrek sem knattspyrnumaður: Ég myndi segja að mitt helsta afrek hingað til hafa verið að spila í bikarúrslitunum árið 2013 og verða bikarmeistari með Fram. Það hefur líka verið mikill heiður að spila fyrir Íslands hönd í yngri landsliðunum.

Hefð á leikdegi: Ég hef ekki enn skapað mér neina hefð á leikdegi.

Afhverju valdir þú að fara í ÍBV: Þeir sýndu mikinn áhuga á að fá mig og ég tel mig fá þau tækifæri sem ég þarf til þess að þroskast sem leikmaður. Mér þykir líka virkilega spennandi að flytja til Eyja og standa á eigin fótum.

Hvernig hafa fyrstu mánuðir hjá nýju liði verið: Þeir hafa verið sérstakir þar sem ég hef ekki æft með liðinu vegna þess að ég er í skóla í Reykjavík og hef verið eini leikmaður ÍBV á höfuðborgarsvæðinu stærstan hluta vetrar. Flyt þó núna þegar mótið hefst til Eyja þannig að ég vænti þess að kynnast félaginu betur í sumar.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði: Ætli ég myndi ekki taka Daða Bergsson úr Val, þó svo að hann eigi það til að vera svolítið sérvitur drengurinn er alltaf mjög gaman að honum.

Hverju værir þú til í að breyta hjá félaginu: Erfitt að segja þar sem ég er ekki fluttur til Eyja, en ég myndi þó telja mikilvægt að stækka Eimskipshöllina á næstu árum svo liðið gæti líka spilað leiki á veturna í Eyjum.

Skilaboð til stuðningsmanna: Ég hvet alla Eyjamenn til þess að mæta á völlinn í sumar og hjálpa okkur að gera Hásteinsvöll að þeirri gryfju sem hann á að vera.
Áfram ÍBV!

Aron Bjarnason er uppalinn í Þrótti en hefur undanfarin sumur leikið með Fram. Í vetur fékk Jóhannes Harðarson, nýráðinn þjálfari ÍBV frænda sinn til Eyja.

,,Samskipti okkar er nokkuð eðlilegt, miðað við leikmann og þjálfara. Ég tel þetta vera ágætan kost þar sem ég hef verið í Reykjavík í vetur og því þurft að vera í miklu sambandi við Jóa í vetur. Ákvörðunin var tekin að einhverju leyti út frá því að hann var að þjálfa ÍBV," sagði Aron en Jóhannes Harðarson er hálf bróðir móðir Arons.

Auk Arons gengu þeir Benedikt Októ Bjarnason og Hafsteinn Briem til liðs við ÍBV frá Fram.

,,Það hafði engin áhrif á ákvörðun mína að gera. Það er hinsvegar kostur að þekkja einhverja í liðinu. Ég er spenntur að flytja til Eyja og flytja að heiman, það er mjög spennandi," sagði Aron að lokum.
Athugasemdir
banner
banner