fös 17. apríl 2015 09:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Oscar 
Oscar ánægður hjá Chelsea
Oscar.
Oscar.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Oscar, miðjumaður Chelsea, kveðst ánægður hjá félaginu og segist ekki vera að hugsa um að yfirgefa félagið.

Oscar hefur verið orðaður við önnur lið á meginlandi Evrópu, en hann hefur ekki náð svipuðum hæðum og á fyrri hluta síðustu leiktíðar er hann var einn besti maður liðsins.

,,Ég er mjög ánægður hér. Mér semur vel við alla og félagið hefur hrósað mér," sagði Oscar.

,,Chelsea er eitt af stærstu félögum í heimi svo ég sé ekki af hverju ég ætti að fara."

,,Ég er mjög ánægður með gengið á leiktíðinni og er einnig sáttur með mína frammistöðu, en ég tel þó að ég hefði getað staðið mig betur og fært liðinu meira."

Oscar kostaði Chelsea um 25 milljónir punda þegar félagið keypti hann frá Internacional árið 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner