Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. apríl 2015 06:00
Magnús Már Einarsson
Skráning hafin í fótboltaskóla Liverpool á Íslandi
Úr skólanum í fyrra.
Úr skólanum í fyrra.
Mynd: Liverpoolskóli
Hinn árlegi Liverpool skóli fyrir unga fótboltakrakka fer fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 11. – 13. júní í sumar. Skólinn verður með sama sniði og undanfarin ár, kennt er frá kl. 10 – 15 alla dagana og fá börnin ávaxta hressingu um morguninn og heitan mat frá Matfugl í hádeginu.

Þetta er fimmta árið sem Afturelding er í samstarfi við hið sögufræga lið Liverpool og hafa þjálfarnir sem komið hafa frá Liverpool verið sérlega ánægðir með alla umgjörð og skipulagningu á Íslandi. Kennt er eftir hugmyndafræði Liverpool International football academy „the Liverpool Way“ Hefur skólinn mælst afar vel fyrir undanfarin ár og mikil ánægja barna sem sótt hafa skólann, sem og foreldra þeirra.

Börnunum er skipt í 16 – 18 manna hópa og er þjálfari frá Liverpool með hverjum hóp. Íslenskir aðstoðarþjálfarar eru með hverjum hóp og aðstoða og túlka eins og þörf krefur. Einn hópurinn hefur sérstakan markmannsþjálfara og hefur verið mikil ánægja að hægt sé að mæta í skólann og fá góða markmannsþjálfun. Reiknað er með að í ár, líkt og síðastliðið ár, komi 12 þjálfar frá Liverpool til landsins.

Annað árið í röð fer hluti þjálfarana til Akureyrar að loknum skólanum í Mosfellsbæ, en þar er haldinn Liverpool skóli í samvinnu við Þór Akureyri. Skólinn er með sama sniði og í Mosfellsbæ og fer fram fyrir norðan 14. – 16. júní.

Hægt er að ská sig í Liverpoolskólann hér

Sjá einnig:
Myndaveisla úr Liverpoolskólanum í fyrra
Athugasemdir
banner
banner
banner