banner
   fös 17. apríl 2015 05:55
Daníel Freyr Jónsson
Spánn um helgina - Valencia fer á Nývang
Barcelona er á toppnum.
Barcelona er á toppnum.
Mynd: Getty Images
Þegar 21 stig er eftir í pottinum á Spáni munar einungis tveimur stigum á risunum Barcelona og Real Madrid á toppi deildarinnar.

Bæði lið eiga fyrir höndum verðug verkefni um helgina, en Barcelona fær Valencia í heimsókn. Valencia er níu stigum á eftir Barcelona og gæti vel sett strik í reikninginn fyrir Katlaóníuliðið.

Madrídingar mæta Malaga á heimavelli, en eftir að hafa spilað óaðfinnanlega fyrir áramót hefur Real hikstað undanfarna mánuði og tapað stigum. Það verður fróðlegt að sjá hvort staðan á toppi deildarinnar verður óbreytt eftir helgina.

Föstudagur:
18:45 Levante - Espanyol

Laugardagur:
14:00 Barcelona - Valencia (Beint á Stöð 2 Sport )
16:00 Deportivo - Atletico Madrid
18:00 Real Madrid - Malaga (Beint á Stöð 2 Sport 3)
20:00 Athletic Bilbao - Getafe

Sunnudagur:
10:00 Rayo - Almeria
15:00 Granada - Sevilla
17:00 Vllarreal - Cordoba
19:00 Eibar - Celta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner