Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. apríl 2015 08:00
Daníel Freyr Jónsson
Steve McClaren næsti stjóri Newcastle?
Steve McClaren.
Steve McClaren.
Mynd: Getty Images
Fyrrum landsliðsþjálfari Englands, Steve McClaren, er sagður vera efstur á óskalista Mike Ashley, eiganda Newcastle, til að taka við félaginu.

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá liðinu undir stjórn John Carver, en hann hefur stýrt liðinu síðan Alan Pardew fór frá því til að taka við Crystal Palace um áramótin.

McClaren stýrir Derby í Championship-deildinni og lítur út fyrir að liðið muni taka þátt í umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni.

Eigandinn Ashley er einnig sagður ætla að kaupa framherjann Charlie Austin frá QPR fyrir 10 millónir punda sem ætti að lokka McClaren til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner