Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. apríl 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Tekur Guardiola við Man City?
Powerade
Tekur Guardiola við Man City?
Tekur Guardiola við Man City?
Mynd: Getty Images
Bolamynd. Snorri Helgason, fyrrum starfsmaður Fótbolta.net, með Wijnaldum.
Bolamynd. Snorri Helgason, fyrrum starfsmaður Fótbolta.net, með Wijnaldum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Góðan og gleðilegan dag. Það er kominn föstudagur og fólk í ansi góðum gír. Hér að neðan má sjá slúðurpakka dagsins en að vanda var það BBC sem tók saman.

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, telur að Pep Guardiola, stjóri Bayern München, verði stjóri Manchester City í sumar. (London Evening Standard)

Mike Ashley, eigandi Newcastle United, vill styrkja lið sitt með því að fá sóknarmanninn Charlie Austin (25) frá Queens Park Rangers. Ashley vonast til að þau kaup sýni merki um metnað félagsins og hvetji Steve McClaren, stjóra Derby, að taka við liðinu. (Daily Mirror)

Yaya Toure (31) miðjumaður Manchester City ætlar ekki að láta ýta sér frá félaginu en Englandsmeistararnir eru tilbúnir að hlusta á tilboð í hann. (Daily Mail)

Eigendur Manchester United óttuðust það að sóknarmaðurinn Wayne Rooney myndi ganga í raðir erkifjendanna í Manchester City áður en þessi 29 ára leikmaður samþykkti nýjan samning á Old Trafford 2010. (Independent)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, varar framherjann Raheem Sterling (20) og vængmanninn Jordon Ibe (19) við því að hann búist við öðru hátterni frá þeim eftir að þeir voru myndaðir við að reykja shisha pípu. (Guardian)

Paul Lambert, fyrrum stjóri Aston Villa, er á listum hjá Sunderland og Fulham ef hann snýr ekki aftur til Borussia Dortmund þar sem hann lék á sínum tíma. (Sun)

Áætlanir Valencia um að krækja í Radamel Falcao (29), sóknarmann Monaco sem er á láni hjá Manchester United, eru farnar út í sandinn því spænska félagið þarf að ganga frá endanlegum kaupum á Alvaro Negredo (29) frá Manchester City. (Daily Telegraph)

Georginio Wijnaldum (24), miðjumaður PSV Eindhoven, hefur verið orðaður við Manchester United og segist sjálfur spenntur fyrir því að vinna aftur með Louis van Gaal. (Manchester Evening News)

Manchester United hefur endurvakið áhuga sinn á miðjumanninum Miralem Pjanic (25) hjá Roma en leikmaðurinn mun ræða við vinnuveitendur sína í næstu viku. (Metro)

John Carver, stjóri Newcastle United, mun endurskoða fyrirliðaskipan liðsins í sumar og gæti tekið bandið af Fabricio Coloccini (33) og látið hægri bakvörðinn Daryl Janmaat (25) fá það. (Guardian)

Adam Lallana, miðjumaður Liverpool, telur sig ekki hafa staðið undir 24 milljóna punda verðmiðanum. (Liverpool Echo)

Umboðsmaður hollenska landsliðsmannsins Marco van Ginkel (22) segir að miðjumaðurinn vilji snúa aftur úr lánsdvöl sinni hjá AC Milan og spila fyrir Chelsea næsta tímabil. (Daily Express)

Sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette (23) sem hefur verið undir smásjá Arsenal, Manchester United og Newcastle hefur staðfest að hann vill skrifa undir nýjan samning við Lyon. (Daily Star)
Athugasemdir
banner