Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mán 17. apríl 2017 17:40
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Óskar: Held að steggjunin hafi ekki átt mikinn þátt í þessu
Óskar Örn skoraði glæsilegt mark í dag
Óskar Örn skoraði glæsilegt mark í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson átti góðan leik í dag er KR vann öruggan sigur á Grindavík, 4-0 í úrslitaleik Lengjubikarsins.

„Það er alltaf gaman að vinna bikara og þetta er ágætis bikar. Það er búið að ganga ágætlega hjá okkur undanfarið þannig við erum ánægðir með þetta," sagði Óskar Örn

Óskar skoraði fyrsta mark leiksins og var það af löngu færi eftir aukaspyrnu og vonast hann eftir að skora nokkur mörk í sumar.

Óskar var steggjaður á fimmtudaginn síðastliðið og Páll Sævar Guðjónsson setti á Twitter að steggjunin hafi farið vel í Óskar. Hann vildi hins vegar ekki meina að steggjunin hafi átt einhvern þátt í markinu.

„Nei ekkert frekar. Mér er búið að ganga vel undanfarið að skora. Ég held að það hafi ekki átt mikinn þátt í þessu."

Óskar var ánægður með ungu strákana sem spiluðu með KR í dag.

„Við erum búnir að vera nota unga stráka meira núna á undirbúningstímabilinu heldur en oft áður og þeir hafa komið virkilega flott inn í þetta. Það er helvíti gaman og vonandi verður framhald á því þegar við komum inn í deildina."

Óskar er spenntur fyrir að Pepsi-deildin byrji en deildin hefst eftir rúmar tvær vikur.

„Jú ég er hrikalega spenntur. Alltaf skemmtilegur tími þessar lokavikur fyrir mót. Við erum að fara út á morgun og það er bara gaman að því. Verður hrikalega gaman. Við munum fínpússa okkar leik fyrir mót.



Athugasemdir
banner
banner
banner