Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 17. apríl 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayern fyrir áfalli - Vidal þarf að fara í aðgerð
Vidal er að glíma við hnémeiðsli.
Vidal er að glíma við hnémeiðsli.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla og er tæpur fyrir einvígi Bayern München gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Vidal varð fyrir þessum hnémeiðslum í fyrri leik Bayern gegn Sevilla í 8-liða úrslitunum.

Hann sneri aftur til æfinga á sunnudaginn en þar kom í ljós að hann verður að fara í aðgerð.

Hann mun augljóslega ekki spila gegn Bayer Leverkusen í undanúrslitum þýska bikarsins í kvöld og ólíklegt er að hann verði klár í slaginn í Madríd í næstu viku. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann getur snúið aftur.

Það er ljóst að það yrði mikið áfall fyrir Bayern að vera án hans enda er hinn þrítugi Vidal lykilmaður á miðjusvæðinu. Þó er Bayern með mikla breidd og ætti að geta fundið lausn.

Sjá einnig:
Þýskaland í dag - Bayern á þrennumöguleika



Athugasemdir
banner
banner
banner