Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. apríl 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Carroll heldur í HM drauminn
Mynd: Getty Images
Andy Carroll, framherji West Ham, vonast til að komast í HM hóp Englendinga en hann segist þó ekki hugsa of mikið um það.

Carroll skoraði laglegt jöfnunarmark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Stoke í gær.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var á vellinum í gær og hann sá markið hjá Carroll. Eftir leik var Carroll spurður út í möguleika á HM sæti.

„Það væri gaman en ég er bara að einbeita mér að því að komast í form og skora mörk," sagði Carroll.

„Vonandi gengur þetta en ef ekki þá er það bara þannig."
Athugasemdir
banner
banner