Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. apríl 2018 20:30
Elvar Geir Magnússon
City gerði ekkert rangt þegar félagið fékk Garre
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að Manchester City gerði ekkert rangt þegar félagið fékk til sín ungan argentínskan leikmann, Benjamin Garre.

Hinn 17 ára Garre yfirgaf Velez Sarsfield í heimalandinu fljótlega eftir 16 ára afmæli sitt fyrir tveimur árum. Velez kvartaði til FIFA þar sem félagið hélt því fram að City hefði talað við leikmanninn þegar hann var 15 ára en það er bannað.

FIFA hafnaði ásökunum Velez sem fór þá með málið fyrir alþjóðlega íþróttadómstólinn sem dæmdi City í hag.

Ef Englandsmeistararnir hefðu verið dæmdir sekir um brot hefðu þeir farið í kaupbann og Pep Guardiola því ekki getað styrkt hóp sinn í næsta glugga.

Sjá einnig:
Weigl meðal nafna á óskalista Guardiola

Embed from Getty Images
Athugasemdir
banner
banner
banner