banner
   þri 17. apríl 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Ingimundur ekki með Fjölni í byrjun - Þórir og Birnir tæpir
Þórir Guðjónsson er að glíma við meiðsli.
Þórir Guðjónsson er að glíma við meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingimundur Níels Óskarsson, kantmaður Fjölnis, verður ekki með liðinu í byrjun tímabils í Pepsi-deildinni.

„Ingimundur er búinn að vera meiddur í allan vetur. Hann er bara búinn að æfa í viku eða tíu daga síðan í desember og hann verður ekki leikfær í byrjun móts," sagði Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnis við Fótbolta.net í dag.

Kantmaðurinn Birnir Snær Ingason og sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson eru einnig á meiðslalistanum hjá Fjölni.

„Tóti er búinn að vera meiddur í smá tíma og Birnir hefur líka verið frá keppni síðustu vikur. Það eru stór skörð í sóknarleik liðsins," sagði Ólafur Páll.

„Ég vona að Birnir verði í lagi fyrir fyrsta leik en það er óvíst með Tóta."

Fjölnir mætir KA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar laugardaginn 28. apríl en leikurinn fer fram í Egilshöll. Áður en að því kemur mætir Fjölnir liði Fylkis í lokaæfingaleik fyrir mót um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner